Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir umræðu innan stjórnmálaflokksins vera með þeim hætti að hún eigi von á því að lagt verði til við landsfund að horfið verði frá áformum um olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Morgunblaðið greinir frá þessu,

Í samtali við blaðið segir Katrín þessa stefnubreytingu eiga sér stað vegna skýrslna sem hafi verið að koma út nánast árlega. „Við studdum ekki stofnun á ríkisolíufélagi þegar það var samþykkt,“ segir Katrín en í upphafi árs var frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi samþykkt.

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, var atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra þegar leyfi vegna leitar og vinnslu kolefna á Drekasvæðinu voru undirrituð árið 2013.