Fjármálaráðherrar G20 landanna hafa samþykkt að auka vægi þróunarlanda innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Fjármálaráðherrar og Seðlabankastjórar nítján umsvifamestu ríkja heims eiga sæti í G20 ásamt fulltrúum Evópusambandsins.

Ráðherrarnir funduðu í Suður-Kóreu um helgina og komust að þeirri niðurstöðu að vægi þeirra þróunarlanda sem vaxa hvað hraðast muni aukast um 6% innan AGS. Lönd Vestur-Evrópu munu missa tvö sæti í stjórn AGS við breytingarnar.

Í stjórn sjóðsins er vægi Bandaríkjanna um 17% og munu þeir áfram hafa neitunarvald í ákvörðunatöku.