Í nýútgefinni afkomuspá greiningardeildar Glitnis kemur fram að meðaltal V/H hlutfallsins er 13,9 fyrir þau félög sem spáð er um og er það í meðallagi, í samanburði við undanfarnar skýrslur sem greiningardeildin hefur unnið.

?Meðaltalið er 14,0 í undanförnum 7 skýrslum. Í síðustu skýrslu var meðaltalið 12,4 sem er verulega undir meðallaginu sem þýðir að markaðurinn hafi á þeim tíma verið betur verðlagður miðað við vænta afkomu. Nefna ber að í nýrri spá spáum við fyrir um afkomu Atorku og Avion í fyrsta sinn en áhrifin eru engin því þau vega hvort annað upp," segir greiningardeildin.

Samanlagður hagnaður

Greiningardeildin hefur lækkað spá sína um hagnað fyrirtækjanna í ár, frá því í apríl og nemur lækkunin 3,4 milljörðum króna. ?Samanlagður hagnaður að undanskildum Avion og Atorku er um 148,3 milljarðar króna nú en var 151,7 milljarðar króna í apríl. Samanlagður hagnaður með Atorku og Avion fyrir árið 2006 er 156,2 milljarðar króna," segir greiningardeildin.

EV/EBITDA

Vænt EV/EBITDA lækkar um örlítið frá aprílskýrslu. ?Vænt EV/EBITDA fyrir markaðinn lækkar úr 11,3 í aprílskýrslu í 11,0 nú. Taka ber fram að miðað við afkomuspá er EV/EBITDA hjá Avion 6,2 og hefur það veruleg áhrif til lækkunar á hlutfallið," segir greiningardeildin.

Ef Avion Group er tekið úr jöfnunni væri hlutfallið 11,5% og myndi þar með hækka frá síðustu skýrslu. ?Arðsemi eigin fjár stendur í stað á milli skýrslna og gerum við ráð fyrir að vegin arðsemi ársins verði 20%," segir greiningardeildin.

Afkomuspá fyrir árið 2007

Greiningardeildin spáir nú í fyrsta skipti fyrir um afkomu ársins 2007 og reiknar með um 169 milljarða króna hagnaði en 13 milljörðum meira en hagnaðarspá yfirstandandi árs.

?Gert er ráð fyrir lítilsháttar lækkun á arðsemi eigin fjár (18,1%) á árinu 2007. Vegið EV/EBITDA (9,7) og V/H hlutfall (10,8) markaðar miðað við afkomu næsta árs og verðlagningu nú er mun hagstæðara en í ár sökum betri afkomu og aukins sjóðstreymis," segir greiningardeildin.