Ólafur F. Magnússon tók við lyklavöldunum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Hann á að vera borgarstjóri fram í mars 2009 samkvæmt samkomulagi nýs meirihluta.

„Við erum þegar byrjuð að láta verkin tala,“ sagði Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, í samtali við Viðskiptablaðið í gærmorgun, fimmtudag, en um hádegisbil var hann kjörinn borgarstjóri á miklum hitafundi í borgarstjórn með átta atkvæðum sjálfstæðismanna og hans sjálfs gegn sjö atkvæðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar.

Nánar er fjallað um borgarmálin í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér