Ágúst Guðmundson stjórnarformaður Bakkavarar group talaði á Viðskiptaþingi í dag um mikilvægi menntunar í hinu nýja og hraða alþjóðlega umhverfi sem Ísland væri nú orðinn partur af.

?Það bíða engin störf eftir ungu fólki í dag, ungt fólk býr til sín eigin störf með menntun sinni og frumkvæði,? sagði Ágúst meðal annars og tók fram að Ísland yrði að laða til sín hæfileikaríkt og vel menntað fólk til að vera meðal samkeppnishæfustu þjóða heims.

Í máli Ágústs kom fram að þó hann teldi að sú stefna sem stjórnvöld hefðu aðhyllst undanfarin áratug hafði reynst farsæl og skilað Íslendingum löngu hagvaxtarskeiði þá væru stjórnvöld nú á villigötum með að einblína um of á stóriðju. Þekkingariðnaður og þjónustugreinar myndu skila íslenska þjóðarbúinu mun meiri virðisauka og tækifærum til vaxtar.