Danska samkeppniseftirlitið réðst til inngöngu í höfuðstöðvar Sterling í gær. Dönsk samkeppnisyfirvöld hafa ekki viljað upplýsa hvers vegna rannsóknin er framkvæmd; ekki sé venjan að upplýsa slíkt.

Ole Skotner hjá danska samkeppni seftirlitinu segir jafnframt að það framkvæmi ekki rannsóknir af þessu tagi daglega.

Almar Örn Hilmarsson segir forsvarsmenn Sterling hafa litlar áhyggjur af rannsókn samkeppnisyfirvalda í Danmörku, enda séu rannsóknir sem þessar framkvæmdar mun oftar og af minna tilefni en til dæmis á Íslandi.

„Hér mæta fulltrúar samkeppnisyfirvalda og ræða málin í rólegheitum með stjórnendum félaganna. Við eigum fund með þeim á morgun [í dag] þar sem vonandi verður greitt úr þessum málum.“

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .