Úrvalsvísitalan lækkaði um 7,9% í maí mánuði og er 4.747 stig við lok markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Á sama tíma hækkaði danska vísitalan OMXC um 2,8%, norska vísitalan OBX hækkaði um 3% en sænska vísitalan OMXS lækkaði um 0,4%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Athygli vekur að færeyskur bankarnir Eik banki [ FO-EIK ] og Föroya banki [ FO-BANK ] komast báðir á lista yfir mestu prósentuhreyfinguna en eru í sitt hvoru horninu; Föroya banki hefur hækkað um 10% í mánuðinum en Eik banki hefur lækkaði um 12,2%. Eik banki á stóran hlut í Spron [ SPRON ] sem lækkaði um 6,6% á sama tíma.