Því víðar sem dómur Hæstaréttar verður túlkaður og til dæmis gengisbundin íbúðalán og ýmis fyrirtækjalán verði einnig úrskurðuð ólögmæt því neikvæðari verða afleiðingarnar að mati Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann tók samt fram að það væri ekki þeirra að túlka dóm Hæstaréttar. Hins vegar ef vextir verði lægri, og jafnvel verði miðað við samningsvexti, þá hefur það neikvæð áhrif á bankakerfið.