Greiningaraðiliar túlka ákvörðun Seðlabanka Íslands um að bæta við vaxtaákvörðunardegi þann 16. ágúst gefa til kynna að bankinn ætli sér að hækka stýrivexti hraðar og meira en áætlað hefur verið.

Bankinn hækkaði stýrivexti um 75 punkta í 13% morgun til að reyna að hemja verðbólgu og draga úr þenslu. Hækkunin var nokkuð yfir væntingum greiningardeilda bankanna, en á miðvikudaginn voru þó margir greiningaraðilar farnir að búast við 75 punkta hækkun í stað 50 punkta.

Verbólga mælist nú 8% ársgrundvelli en verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5%. Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á blaðamannafundi í dag að ólíklegt væri að verðbólgumarkmiðið verði að veruleika fyrr en á síðari hluta ársins 2008.