Skuldabréfamarkaður brást nokkuð hressilega við verðbólgutölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Vísitala neysluverðs hækkaði nokkuð meira en fjárfestar áttu von á, að því er segir í morgunkorni Íslandsbanka.

Vísitalan hækkaði um 0,74% í október.

Verðtryggði hluti markaðarins hefur hliðrast niður á við og lækkaði ávöxtunarkrafa íbúðabréfa um 10-14 punkta í morgun. Í morgunkorni segir að líkt og við var að búast þá hækkaði krafa óverðtryggðra bréfa, mest á lengri enda ríkisbréfanna. Sú hækkun gekk þó nokkuð til baka í morgun.