Victor Berg Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Victor hefur reynslu af stjórnun og rekstri sem viðskiptastjóri Lavaconcept Switzerland GmbH, framkvæmdastjóri Novadasolution AB og framkvæmdastjóri HGL ehf. þar sem hann bar aðallega ábyrgð á daglegum rekstri, stefnumótun, ráðgjöf ásamt sölu- og markaðsstörfum.

Áður hefur hann m.a. starfað sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, íþróttakennari og sem leiðbeinandi og yfirmaður íþrótta- og tómstundanámskeiða.

Victor hefur lokið námsbraut í rekstrarstjórnun frá Opna Háskólanum í Reykjavík og er með MSc próf í íþróttafræði frá Deutsche Sporthochschule Köln.