„Við erum búin að vinna að þessu í rúmt eitt ár og kaupum beint frá Victoria's Secret í Bandaríkjunum. Það er ekkert sem segir það að fyrirtækið opni ekki verslun á innanlandsmarkaði, en við getum ekkert gert það,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Greint var frá því í vikunni að Fríhöfnin muni opna fyrstu verslun Victoria's Secret hér á landi í brottfararverslun sinni á Keflavíkurflugvelli á hlaupársdag, 29. febrúar næstkomandi.

Ásta Dís Óladóttir
Ásta Dís Óladóttir
© BIG (VB MYND/BIG)

Í versluninni verða til sölu snyrtivörur frá Victoria's Secret auk fylgihluta, svo sem leðurvörur, töskur, bolir og nærbuxur. Brjóstahaldarar verða hins vegar ekki í boði hvorki á þessum flugvelli né öðrum.

Eftir að fréttin var birt greindi fréttavefur Vísis reyndar frá því að snyrtivörur frá fyrirtækinu hafi um tveggja ára skeið verið fáanlegar í Borgarnesi og Akureyri. Ekki er þó um sérstaka verslun Victoria's Secret að ræða.

Í versluninni í Fríhöfninni verða til sölu snyrtivörur frá Victoria's Secret auk fylgihluta, svo sem leðurvörur, töskur, bolir og nærbuxur. Brjóstahaldarar verða hins vegar ekki í boði.

Kaupa beint frá Victoria's Secret

Margir hafa kíkt í verslanir Victoria's Secret á ferðum sínum erlendis ásamt því að fara í H&M. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um ástæðu þess að verslun opni ekki utan Keflavíkurflugvallar, svo sem á höfuðborgarsvæðinu.

Ásta Dís ítrekar að Fríhöfnin hafi samið beint við fyrirtækið úti og hafi ekkert með innanlandsmarkað að gera að öðru leyti.

„Það er ekkert sem segir að ekkert verði opnuð verslun á innanlandsmarkaði. Við getum ekki gert það, en það er ekkert sem segir að einhver annar geti það ekki,“ segir hún og bætir við að unnið hafi verið að því að ná samningunum í rúmlega eitt ár.

„Við hjá Fríhöfninni stefnum að því að byggja aftur upp þá stemningu sem fólk upplifði í gömlu Fríhöfninni þegar þar var ýmislegt spennandi að finna sem ekki fæst á innanlandsmarkaði,“ segir Ásta Dís en bendir á að innkaup Fríhafnarinnar séu blönduð, bæði sé keypt frá framleiðendum beint að utan og frá birgjum á innanlandsmarkaði.  „Við erum með mikið úrval af íslenskum vörum og íslenskri hönnun í Fríhöfninni. Það má segja sem svo að Fríhöfnin sé einn stærsti sýningargluggi landsins, sýningargluggi fyrir íslenska framleiðendur og íslenska hönnuði sem eftir er tekið.“

Victoria´s secret tískusýning árið 2011
Victoria´s secret tískusýning árið 2011
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Frá tískusýningu Victoria's Secret