*

föstudagur, 3. júlí 2020
Erlent 11. nóvember 2019 11:21

„Við brugðumst fólkinu“

Forstjóri JPMorgan segir fjármálahrunið 2008 vera gráðugum bankastarfsmönnum að kenna.

Ritstjórn
Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase.

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase, var í viðtali hjá fréttaskýringaþættinum 60 Minutes um helgina þar sem hann var ómyrkur í máli þegar talið barst að ábyrgð banka og fjármálahruninu. Financial Times greinir frá þessu.

„Ég trúi því að það var fólk sem var gráðugt, eigingjarnt, framkvæmdu ranga hluti, ofborguðu sjálfum sér og gæti ekki verið minna sama um afleiðingar gjörða sinna,“ sagði Dimon, sem er eini bankastjórinn í Bandaríkjanna sem var ráðinn áður en fjármálahrunið skall á. 

Spurður hvort hann væri sjálfur einn af þessum bankastarfsmönnum svaraði hann fyrst neitandi, en þagði svo um stund áður en hann svaraði á nýjan leik. „Húsnæðislánakerfið var risastór mistök og hafði hræðilegar afleiðingar. Ég held að við höfum brugðist fólkinu,“ sagði Dimon og bætt við að hann skildi reiði almennings. 

„Ef þú værir hinn almenni Bandaríkjamaður þá værir þú reiður yfir því sem gerðist. Það var ekkert réttlæti í anda gamla testamentisins… Fullt af fólki tapaði bæði ærunni og peningum, en allt of margir sluppu við skrekkinn,“ sagði Dimon. 

Stikkorð: JPMorgan Dimon