Guðmundur Óskarsson flytur sig í haust innan Icelandair Group samsteypunnar og verður yfir sölu- og markaðssviði hjá Flugfélagi Íslands. Segir hann nýja starfið vera nýja og áhugaverða áskorun.

„Það eru ákveðin tímamót hjá Flugfélagi Íslands núna, verið að fjárfesta í nýjum vélum og ákveðnar þjónustubreytingar í gangi. Ég sé í þessu tækifæri, bæði fyrir Flugfélag Íslands og fyrir mig sjálfan, að þróast í starfi með því að flytja mig yfir,“ segir Guðmundur sem telur áskoranir fyrirtækisins og tækifæri liggja í því að fá ferðamenn sem hingað koma til að ferðast víðar um landið.

Bjó erlendis í 13 ár

Guðmundur lærði viðskiptafræði og alþjóðasamskipti við Pennsylvanía State háskólann. „Ég tók tvær gráður þar, B.S. og B.A., svo fór ég til Þýskalands, er með diplóma frá Universität Leipzig. Ég starfaði hjá Olís með námi og aðeins eftir nám, og fór loks til Icelandair í maí 2004 en tók við í starfinu sem ég er í núna árið 2008, sem er forstöðumaður markaðs og viðskiptaþróunar hjá Icelandair.“

Guðmundur segir mjög gaman að vinna með Íslendingum.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.