*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 5. október 2021 13:39

„Við honum blasir lítið annað en gjaldþrot“

Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóri Landsbankans stefnir í gjaldþrot að sögn lögmanns hans.

Ritstjórn
Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans frá 2003 fram að hruni, en hefur síðan hlotið dóma í tengslum við störf sín þar.

„Við honum blasir lítið annað en gjaldþrot,“ sagði Sigurður H. Guðjónsson lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar bankastjóra Landsbankans fyrir hrun í gær. Fréttablaðið greindi frá þessu nú í morgun.

Sigurður sagði umbjóðanda sinn eina bankamanninn á Íslandi sem hefði verið gert að greiða bankanum sem hann starfaði hjá 200 milljónir króna.

Sigurður auk lögmanna annars fyrrum bankastjóra og erlendra tryggjafélaga hafa krafið bankann um allt að tíu milljónir króna vegna málshöfðunar slitastjórnar bankans á hendur þeim vegna starfsábyrgðartryggingar stjórnenda bankans, þar sem gerð var krafa um 40 milljarða króna skaðabætur fyrir ákvarðanir bankastjóranna í aðdraganda hrunsins.

Halldór J. Kristjánsson og tryggingafélögin voru sýknuð af hluta þess máls fyrir Landsrétti, og í ljósi þess óskaði bankinn eftir því að málið yrði fellt niður. Lögmennirnir gera því áðurnefnda kröfu á bankann í ljósi þeirrar vinnu sem fór í það mál, meðal annars í ljósi þess að Sigurður verði ekki borgunarmaður fyrir lögfræðikostnaði við það.