Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir nú að því að uppfylla kosningaloforð sitt um að byggja vegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna, ef marka má Twitter innlegg forsetans.

Búist er við því að Trump skrifi undir forsetatilskipun þessa efnis í dag og að Trump hyggist nota ríkissjóð til að framkvæma kosningaloforðið. Samkvæmt fréttum bandarískra miðla er líklegt að Trump skrifi undir þegar hann heimsækir fyrrum yfirmanns Heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, John Kelly í dag.

Forsetinn lofaði því upphaflega að Mexíkanar skildu borga fyrir vegginn, en seinna í kosningarbaráttunni dróg hann í land með það loforð, og sagði að ríkissjóður Bandaríkjanna myndi greiða, en að Mexíkanar myndu síðar meir endurgreiða Bandaríkjamönnum.