Óhætt er að fullyrða að Berglind hafi farið ótroðnar slóðir frá unga aldri og lauk hún m.a. stúdentsprófi tveimur árum á undan jafnöldrum sínum eftir nám í fjórum menntaskólum. Reynsla Berglindar er yfirgripsmikil en áður en hún tók fyrst íslenskra kvenna við stöðu ráðuneytisstjóra, rétt liðlega þrítug, hafði hún m.a gegnt margvíslegum ábyrgðarstörfum í utanríkisþjónustunni um 10 ára skeið.

Eftir árin í félagsmálaráðuneytinu, auk þiggja ára starfs sem framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn, bauðst Berglindi að gerast einn fjögurra aðstoðarforstjóra OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, í París.

„Ég er fyrsta konan úr Evrópu sem gegnir þessu starfi. Yfirleitt hafa þetta verið hagfræðingar eða fyrrverandi ráð- herrar. Ég hefði aldrei fengið þetta starf nema af því að ég var búin að vera framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs,“ segir Berglind.

OECD samanstendur af lýðræðisríkjum sem hafa það markmið að auka hagsæld sinna ríkja jafnframt því að vegar vinna með öðrum löndum. Hefur stofnunin m.a. þróað reglur til að koma í veg fyrir að fjölþjóðafyrirtæki komist hjá því að greiða skatta auk þess að vera sú stofnun sem hefur unnið mest í að uppræta skattaparadísir.

Ítarlegt viðtal við Berglindi er í Áhrifakonum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .