„Ég hef aldrei séð jafnmikið af erlendum gestum frá því ég byrjaði og ég er búinn að vera i þessu í 24 ár. Áður sá maður ekki er- lenda gesti frá miðjum september framundir miðjan apríl,“ segir Þórir Bragason, hótelstjóri á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Hann segir í samtali við Morgunblaðið í dag vertíðina í gistiþjónustu óvenjusnemma á ferðinni í ár. Fyrstu stóru hópar sem séu bókaðir komi um miðjan maí. Fram kemur í Morgunblaðinu að ferðamannatímabilið hafi lengst, ferðamenn komi hingað að sumri og vetri og ljóst að átak til að fjölga ferðamönnum fyrir vetrartímann hafi skilað sér. Víða er þegar fullbókað á hótelum landsins í sumar, ekki síst á SA-landi og Suðurlandi. Erfitt gæti því reynst fyrir Íslendinga, sem vilja gista á hóteli á ferðalagi um landið í sumar, að fá inni.

Undir þetta taka fleiri hótelhaldarar, svo sem Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangá og Hótels Hálands, hálendismiðstöðvarinnar á Hrauneyjum. Hann er jafnframt formaður stjórnar Íslandsstofu.

Friðrik segir ferðamönnum hafa fjölgað hér á frá ári og sumrin verið uppbókuð undanfarin þrjú ár.