*

sunnudagur, 7. mars 2021
Fólk 19. janúar 2021 13:42

Viðar frá Marel til Össurar

Eftir tuttugu ár hjá Marel hefur Viðar Erlingsson tekið við stjórn upplýsingatæknisviðs og alþjóðlegrar verkefnastofu Össurar.

Ritstjórn
Viðar Erlingsson er rafmagnsverkfræðingur frá DTU í Danmörku.
Aðsend mynd

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn til að stýra upplýsingatæknisviði og alþjóðlegri verkefnastofu Össurar. Viðar starfaði hjá Marel um árabil og hefur víðtæka stjórnunarreynslu á sviði vöruþróunar, nýsköpunar og vörustjórnunar.

Viðar sat í framkvæmdastjórn Marel frá árinu 2014, sem EVP Innovation & Engineering, og leiddi uppbyggingu nýstofnaðs sviðs alþjóðlegrar nýsköpunar og vöruþróunar. Auk þess var Viðar leiðandi í innleiðingu á tækni og stafrænum lausnum innan fyrirtækisins. Viðar er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og með mastersgráðu í Rafmagnsverkfræði frá DTU í Danmörku.

„Ég er mjög spenntur fyrir þeirri metnaðarfullu stafrænu vegferð sem Össur er á  og er sannfærður um að hún mun auka skilvirkni og styðja við vöxt fyrirtækisins á næstu árum,“ segir Viðar.

„Með aukinni tækni erum við sífellt að færast nær viðskiptavinunum og notendum á vörunum okkar. Framundan eru því mörg spennandi verkefni ásamt samþættingu nýrra og núverandi kerfa.“

Stikkorð: Marel Össur Viðar Erlingsson