Breskir lífeyrisþegar fara á mis við þúsunda punda lífeyrisgreiðslur sem þeir eiga rétt á en hafa annað hvort gleymt eða ekki hirt um að halda til haga. Áætlað er að þessi gleymdi lífeyrir í Bretlandi nemi 400 milljónum punda eða hátt í 80 milljörðum íslenskra króna. Margir öðlast rétt til lífeyris eða tryggingabóta á vinnustöðum fyrr á ævinni eða semja um slíkt en skipti fólk um vinnu eða flyst búferlum og haldi ekki utan um réttindi sín getur fyrrnefnd staða komið upp.

Þjónustudeild, sem aðstoðar Breta við að kanna hvort þeir eiga gleymd lífeyrisréttindi, var sett á laggirnar árið 2005. Um 350 þúsund manns hafa nýtt sér aðstoðina og af þeim hafa um 70 þúsund manns uppgötvað gleymd lífeyrisréttindi, þar af eru um 25 þúsund manns sem áttu inni 20 þúsund pund eða hærri upphæð. Samsvarar það tæpum 4 milljörðum íslenskra króna eða hærri upphæð. Bretar eru hvattir til að sameina áunnin réttindi sín til að auðvelda yfirsýn yfir þau.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.