*

sunnudagur, 17. janúar 2021
Erlent 21. nóvember 2020 18:01

Viðburðaríkir dagar hjá Musk

Í vikunni var Tesla tekið inn í S&P 500 vísitöluna, SpaceX sendi geimfara út í geim og Musk greindist með COVID-19.

Ritstjórn
Vikan sem brátt fer að renna sitt skeið hefur heldur betur verið viðburðaríka hjá Elon Musk.
epa

Undanfarnir dagar hafa heldur betur verið viðburðaríkir hjá Elon Musk. Rafbílafyrirtækið hans Tesla var í byrjun vikunnar tekið inn í S&P 500 vísitöluna og geimferðafyrirtæki hans, SpaceX, sendi fjóra geimfara í leiðangur út í geim.

Fyrir vikið jukust auðæfi hans um 15 milljarða dollara. Að auki greindist hann með COVID-19.

Í kjölfar þess að Tesla var tekin inn í S&P 500 vísitöluna fór hlutabréfaverð félagsins á flug og fyrir vikið jukust auðæfi Musks verulega líkt og fyrr segir.

Stikkorð: Tesla Elon Musk SpaceX