Undanfarnir dagar hafa heldur betur verið viðburðaríkir hjá Elon Musk. Rafbílafyrirtækið hans Tesla var í byrjun vikunnar tekið inn í S&P 500 vísitöluna og geimferðafyrirtæki hans, SpaceX, sendi fjóra geimfara í leiðangur út í geim.

Fyrir vikið jukust auðæfi hans um 15 milljarða dollara. Að auki greindist hann með COVID-19.

Í kjölfar þess að Tesla var tekin inn í S&P 500 vísitöluna fór hlutabréfaverð félagsins á flug og fyrir vikið jukust auðæfi Musks verulega líkt og fyrr segir.