Vídeóhöllin í Lágmúla hefur hætt rekstri. Á miða í glugga verslunarinnar er viðskiptavinum þökkuð viðskiptin á liðnum árum. Samkvæmt ársreikningi síðasta árs var velta vídeóleigunnar 105,7 milljónir króna og nam tap ársins 5,1 milljón. Laun og launatengd gjöld námu 10,7 milljónum. Tap á rekstri árið áður var 3,7 milljónir.

Um síðustu áramót var eigið fé neikvætt um 6,2 milljónir en skuldir nema alls um 31,5 milljónum. Skammtímakröfur Vídeohallarinnar námu þá alls um 14,3 milljónum og voru að nær öllu leyti vegna krafna við viðskiptamenn. Eigandi Videóhallarinnar er Þóroddur Stefánsson.