„Ég hef verið á frystitogurum lengi og oft lent í því að þurfa að smíða eitthvað úr plasti og ekki haft verkfæri til þess. En þetta eru gamlar aðferðir og úreldar,“ segir vélstjórinn Jóhannes Steinar Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Heildun sem er nýstofnað.

Hann og félagi hans, Jónas Óskar Magnússon, eru þessa dagana að bíða eftir því að þrívíddarprentari sem þeir hafa keypt skili sér til landsins. Prenttækni þessi er það nýjasta af nálinni en með henni er mögulegt að prenta nánast hvað sem er.

Jóhannes vill hvorki segja hvað prentari sem þessi kostar né hvaðan hann er fluttur inn.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .