Hagvaxtartölur fyrir evrusvæðið verða birtar á föstudaginn en talið er að hagvöxtur á svæðinu hafi verið 0,4%, en það eru óbreyttar tölur frá öðrum ársfjórðungi. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar lækkaði um 2,4% í síðustu viku og hefur lækkað um 11% það sem af er ári.

Þrátt fyrir að kreppan sé á enda, skuldakreppa Grikklands hafi verið tímabundið leyst og að hóflegur hagvöxtur sé í kortunum eru versnandi horfur nýmarkaðsríkja að ógna viðkvæmum hagvexti Evrópu. Peter Dixon, hagfræðingur fyrir Commerzbank í London segir að bakslag vegna þróunar á alþjóðamarkaði sé mögulega einn af áhrifavöldum þess að Seðlabanki Evrópu skoði nú aukna magnbundna íhlutun (e. quantitative easing).

Lækkanir í Kína hafa unnið gegn skuldabréfakaupum Seðalabankans, en þau nema nú 60 milljörðum evra í hverjum mánuði. Að mati Seðlabankans munu áhrif Kína þó ekki vera veruleg á evrusvæðið nema þau smitist frekar í aðra markaði.

Sérfræðingar telja að Mario Draghi muni mögulega tilkynna um aukin skuldabréfakaup á næstu vikum en hann hefur lofað að styðja við markaðinn eftir þörfum.