Að ofan gefur að líta þá, sem ljósvakamiðlar tóku oftast tali á liðnu ári. Sem sjá má hafa forystumenn ríkisstjórnarinnar verulegt forskot á aðra, eins og venja er. Það er þó eftirtektarvert að hversu afgerandi oftar fjármálaráðherrann hefur verið tekinn tali en forsætisráðherrann, en skýringin er einföld, hann er fagráðherra og gefur mun oftar færi á viðtölum.

Líkt og fyrri daginn eru stjórnmálamenn í langflestum sætanna, það er rétt að skjálftavaktin komist í botnsætin. Eins og sjá má af lituðu reitunum er jafnræði með stjórnarflokkunum í fjölda sæta á þessum lista, Samfylkingin má vel við una, en vinstrigrænir nánast þegjandalegir.