Heimilt er að flytja inn í landi varning að verðmæti allt að 65 þúsund krónum, miðað við smásöluverð á innkaupsstað, án þess að greiða opinber gjöld, þegar komið er inn í landið að ferðalagi loknu. Verðmæti einstaks hlutar má ekki vera hærra en 32.500 krónur. Upphæðirnar hafa verið eins frá árinu 2008 þrátt fyrir gengisveikingu.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Formaður Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, telur rétt að endurskoða upphæðirnar árlega hið minnsta. Um sé að ræða hagsmunamál fyrir almenning.