Í kjölfar þess að ný reglugerð dómsmálaráðherra tók gildi munu gjafsóknarmörk hækka um 80%. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Reglugerðin snýr að skilyrðum gjafsóknar og starfsháttum gjafsóknarnefndar og tók hún gildi síðustu mánaðarmót.

Viðmiðunarfjárhæðir við mat á hvort skuli veita gjafsókn til einstaklinga munu hækka úr 2 milljónum króna í 3,6 milljónir króna.

Þá mun viðmiðunarfjárhæð fyrir gjafsókn til hjóna í sambúð hækka úr 3 milljónum í 5,6 milljónir króna. Viðmiðunarmörk tekna munu hækka um 400 þúsund krónur fyrir hvert barn á framfæri en þau voru 250 þúsund krónur áður.

Nýja reglugerðin felur jafnframt í sér þær breytingar að viðmiðunarfjárhæðir taka breytingum miðað við neysluverð 1. janúar ár hvert.