Viðræðum formanna Sjálfstæðisflokks, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, hefur verið slitið. Þetta staðfestir Bjarni í samtali við Viðskiptablaðið.

„Við stöðvuðum viðræðurnar í hádeginu. Í sinni allra einföldustu mynd var of langt á milli flokkanna,“ segir Bjarni. Hann segir að þetta samtal Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks hafi verið nauðsynlegur þáttur í að reyna að mynda ríkisstjórn. „Það var mikilvægt fyrir að eiga hreinskiptið samtal. Ég tel að báðir flokkar hafi haft gagn af því. Þetta var samtal sem snerist bæði um málefni og stjórnmálamenningu og hve ólík hún er í hverjum flokki fyrir sig.“