Framsóknarflokkurinn hefur slitið stjórnarmyndunarviðræðunum að því er kemur fram á mbl.is .

Ástæðan mun vera sú að þeir telja meiri­hlut­ann of tæp­an, en flokk­arn­ir fjór­ir hefðu getað myndað 32 þing­manna meiri­hluta, sem er minnsti mögu­legi meiri­hluti á þingi.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is ber Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ekki traust til Pírata með svo naum­an meiri­hluta á bakvið sig.

Í færslu á Facebook-síðu sinn i segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að það þurfi að mynda ríkisstjórn með „breiða skírskotun“. Þörf sé á því að mynda trausta ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum, félagslegum og efnahagslegum stöðugleika og býr að traustum meirihluta.