Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins halda viðræðum um myndun ríkisstjórnar áfram í dag. Þeir áttu fund í gær í sumarbústað við Þingvallavatn og sagði Bjarni í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsin s að vel hefði gengið.

Hann ætti von á því að um næstu helgi ættu línur að vera orðnar skýrar. Formennirnir munu halda viðræðum sínum áfram utan höfuðborgarsvæðisins.

Í Morgunblaðinu í dag segir Sigmundur að þeir Bjarni séu sammála um einföldun skattkerfisins. Sigmundur sagði að þeir Bjarni væru sammála um einföldun skattkerfisins. „Auðvitað er þetta flókið og það hefur farið tími í að skoða þær breytingar sem hafa verið gerðar á undanförnum árum, menn velta fyrir sér hvort einhverjar þeirra hafi verið gerðar til góðs eða hvort æskilegt sé að breyta einhverju til baka og þá að hversu miklu leyti.“