Malcom Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, á í viðræðum við nokkra banka um kaup á keðjunnar af skilanefnd Landsbankans. Fram kemur á vef Real Buisness að Walker eigi í viðræðum við Goldban Sachs.

Malcolm Walker
Malcolm Walker
Landsbankinn eignaðist 67% hlut í Iceland þegar Baugur Group varð gjaldþrota. Þá á Walker 23% hlut í Iceland ásamt fleiri stjórnendum. Walker á forkaupsrétt á hlut Landsbankans en skilanefndin hafnaði tilboð sem hann gerði árið 2010.

Fleiri hafa sýnt áhuga á yfirtöku 796 verslana Iceland og má þar nefna matvörukeðjunar Morrisons, Asda, Cooperative og Sainsbury.