Beinn bókfærður kostnaður íslenska ríkisins í aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið (ESB) nam rúmum 300 milljónum króna á árunum 2010 til og með 2012. Óbeinn kostnaður, m.a. vegna þýðinga var tæpar 600 milljónir. Á móti veitir ESB styrk upp á 720 milljónir króna vegna þýðingarkostnaðar á árunum 2012 til 2014.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er þar vitnar í skýrslu utanríkisráðuneytis um stöðu og framvindu viðræðnanna. Fram kemur í skýrslunni að aðhaldi hafi verið beitt í ferðalögum og sérfræðiaðstoð og sé kostnaðurinn ríflega innan fjárheimilda Alþingis.