*

þriðjudagur, 28. september 2021
Innlent 17. apríl 2020 17:42

Viðreisn leitar framkvæmdastjóra

Stjórnmálaflokkurinn leitar nú arftaka Birnu Þórarinsdóttur sem fór til UNICEF eftir að hafa gegnt starfinu frá stofnun.

Ritstjórn
Kennimerki Viðreisnar.
Aðsend mynd

Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra eftir að Birna Þórarinsdóttir, sem gegnt hafði starfinu frá stofnun flokksins, var ráðin framkvæmdastjóri UNICEF. Þetta kemur fram í tölvupósti til félagsmanna.

Guðlaugur Kristmundsson gegnir starfi framkvæmdastjóra tímabundið en umsóknarfrestur um starfið er út næstkomandi sunnudag 19. apríl.

Í póstinum kemur fram að starfið felur í sér „ábyrgð á daglegum rekstri flokksins, verkefnastjórnun, áætlunum, eftirfylgni og fjárreiðum í samráði við stjórn og framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri skipuleggur viðburði og fundi í samstarfi við stjórn og svæðafélög.“

Meðal hæfniskrafna eru reynsla í stjórnun og þekking á rekstri, menntun og reynsla sem nýtist í starfi, leiðtogahæfileikar, og fjölbreytt tölvu- og tungumálakunnátta. Þá eru áhugi á stjórnmálum og reynsla af kosningabaráttu sögð gagnleg.

Stikkorð: Viðreisn