*

sunnudagur, 24. október 2021
Innlent 8. febrúar 2021 17:42

Viðreisn stillir upp á lista

Uppstillinganefndir munu raða á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík, Suðvestur- og Suðurkjördæmum í haust.

Ritstjórn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Haraldur Guðjónsson

Notast verður við uppstillingu við að raða á framboðslista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Ákvörðunin var tekin af landshlutaráði hvers kjördæmis fyrir sig, en Reykjavíkurkjördæmin tvö falla undir sama landshlutaráð. Búist er við ákvörðun landshlutaráða Norðvestur- og Norðausturkjördæma fljótlega, að því er fram kemur.

Þegar landshlutaráð ákveður að stilla upp skipar ráðið uppstillingarnefnd, sem starfar samkvæmt reglum sem stjórn flokksins setur. Endanlegur listi verður svo borinn undir bæði landshlutaráð og stjórn.

Notast er við svokallaða fléttulista á framboðslistum Viðreisnar, þar sem hver frambjóðandi má ekki vera af sama kyni og sá sem skipar sætið á undan.

Stikkorð: þingkosningar Viðreisn