Viðreisn hefur nú sett stofnfund sinn í Hörpu og stendur fundurinn yfir þessa stundina. Síðustu tvö árin hefur flokkurinn verið í uppbyggingu og miðar hann nú að því að bjóða fram fólk til næstu þingkosninga.

Stærðfræðingurinn Benedikt Jóhannesson var kjörinn formaður flokksins. Stefnt er að því að halda aðalfund flokksins í september þessa árs. Þetta kom fram á stofnfundinum.

Flokknum hefur verið lýst sem frjálslyndu stjórnmálaafli, en eitt af meginkosningamálum flokksins er að þjóðin eigi að kjósa um hvort ljúka skuli viðræðum um aðild að Evrópusambandinu.

Meðal þeirra sem hafa komið að stofnun flokksins eru Benedikt Jóhannesson, Jórunn Frímannsdóttir og Geir Finnsson. Viðskiptablaðið tók viðtal við Geir fyrir stuttu síðan þar sem hann sagði að fólk úr öllum áttum kæmi til með að finna sér farveg innan Viðreisnar.

„Úr Viðreisn kemur fólk úr Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingu auk annarra flokka - en auk þess hefur fólk sem aldrei hefur áður fundið sér nægilegan pólitískan farveg annarsstaðar fundið sér samastað innan flokksins,” sagði Geir.