*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 5. júní 2018 10:30

Viðskiptaafgangur 300 milljónir króna

Viðskiptaafgangur viðskiptajafnaðar við útlönd hefur dregist saman um 5,4 milljarða á milli ára.

Ritstjórn
Seðlabanki Íslands hefur birt yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2018.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptajöfnuður við útlönd skilaði viðskiptaafgangi upp á 300 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2018. Halli á vöruskiptajöfnuði var 27,8 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 32,6 milljarðar króna. Auk þess voru frumþáttatekjur með 100 milljóna króna halla og rekstrarframlög um 4,3 milljarða króna halla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2018 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Á fyrsta ársfjórðungi 2017 skilaði viðskiptajöfnuður við útlönd viðskiptaafgangi upp á 5,7 milljarða króna. Viðskiptaafgangur viðskiptajafnaðar við útlönd hefur því dregist saman um 5,4 milljarða króna á milli ára.  

Samkvæmt bráðabirgðaryfirlitinu námu erlendar eignir þjóðarbúsins 3.096 milljarða króna, frumþáttatekjur voru voru með 100 milljóna króna halla og rekstrarframlög um 4,3 milljarða króna. Þar af leiðandi var hrein staða við útlönd jákvæð um 235 milljarða króna eða 9% af vergri landsframleiðslu og batnaði um 55 milljarða króna eða 2,1% af vergri landsframleiðslu.

Hrein fjármagnsviðskipti bættu erlenda stöðu þjóðarbúsins um 58 milljarða króna. Skuldir hækkuðu um 40 milljarða króna og erlendar eignir um 98 milljarða króna vegna fjármagnsviðskipta. Gengis- og verðbreytingar höfðu þá neikvæð áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins um  28 milljarða króna. Það skýrist af 3,5% hækkun á gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum miðað við gengisskráningarvog og tæplega 2% verðlækkunum á erlendum verðbréfamörkuðum á ársfjórðungnum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is