Viðskiptaafgangur er ekki að skila sér nema að hluta til landsins, en fyrir því geta verið margvíslegar ástæður. Þetta segir í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Þar segir að t.a.m. geto gjaldeyrishöftin ein og sér leitt til þess að minni gjaldeyrir skilar sér til landsins en undirliggjandi viðskiptajöfnuður gefi vísbendingu um, einkum og sér í lagi þar sem innlendir fjárfestar sjái ekki fram á að geta fjárfest þessum fjármunum fyrr en gjaldeyrishöftin hafi verið afnumin.

Greiningardeild Arion banka segir að um raunverulegan viðskiptaafgang sé að ræða og því megi ætla að hrein staða þjóðarbúsins haldi áfram að batna og getan til að standa undir erlendum skuldum þrátt fyrir að tímabundið geti flæðið verið óhagstætt.