Evrópusambandið hefur staðfest að það mun framlengja viðskiptabann gegn Rússlandi að minnsta kosti fram til lok janúar 2016. Þessu greinir Business Insider frá.

Á fundi evrópsku utanríkisráðherranna í Lúxembúrg í dag var tilkynnt um þetta vegna yfirtöku Rússa á landsvæði Úkraínu.

Áður átti viðskiptabanninu að vera aflétt í júlímánuði.