Menntun Íslendinga er algengt umræðuefni á kaffistofum hvort sem því er fleygt fram að við Íslendingar séum sérstaklega vel menntuð þjóð, of vel menntuð þjóð eða rangt menntuð þjóð. Ýmsir telja íslenskt menntakerfi gera hinum hefðbundnu bóknámsgreinum of hátt undir höfði og aðrir hafa haldið því fram að betur þurfi að stýra fjölda þeirra sem sækja sér menntun í hinum ýmsu greinum. Reglulega eru ræddar leiðir til áherslubreytinga í menntakerfinu og hafa fulltrúar atvinnulífsins á síðustu árum kvartað sáran undan skorti á verk- og tæknimenntuðu fólki. Á árunum í kringum efnahagshrunið var töluvert rætt um straum fólks í viðskiptafræði og tengdar greinar og þótti ýmsum það til marks um áhrif efnahagssveiflunnar á það háskólanám sem fólk velur.

Athugun á fjölda þeirra sem útskrifast úr ákveðnum námsbrautum háskóla gefur vísbendingu um hvernig þróunin hefur í raun verið. Hér eru aðeins kannaðar örfáar vinsælar námsleiðir og ber að hafa í huga að í þeim flokki sem hér er kallaður verk- og tölvunarfræði felast margar, ólíkar námsleiðir. Heilt á litið hefur nokkuð stöðugur vöxtur verið í fjölda þeirra nemenda sem útskrifast af hverri námsbraut og helst það í hendur við vaxandi fjölda þeirra nemenda sem yfirhöfuð ljúka grunnnámi í háskóla.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.