Haraldur Þorleifsson var valinn viðskiptafræðingur ársins af Félagi viðskipta- og hagfræðinga og veitti viðurkenningunni viðtöku á dögunum úr hendi Forseta Íslands, Guðna Th Jóhannessyni.  „Þetta kom mér virkilega á óvart. Fyrir það fyrsta þá hef ég aldrei starfað sem viðskiptafræðingur þótt ég hafi klárað viðskiptafræði fyrir löngu. En ég er vissulega í viðskiptum og rek mitt eigið fyrirtæki þannig þetta er ekki alveg út í bláinn.“

Fyrirtækið heitir Ueno og er í eigu Haraldar sem jafnframt gegnir stöðu framkvæmdastjóra. Hann stofnaði Ueno árið 2014 og var þá eini starfsmaðurinn. Síðan eru liðin fimm ár en nú eru starfsmenn orðnir fleiri en 65 og fyrirtækið með starfsstöðvar, í New York, Los Angeles,San Fransico og svo auðvitað í Hafnartorginu. Ueno og hönnunarfyrirtæki og kúnnalistinn telur flest stærstu tæknifyrirtæki veraldar eins og Google, Facebook og Apple og líka mörg af stærri fjármála-, samskiptaog fjölmiðlafyrirtækjum heimsins.

„Það hefur gengið mjög vel. Við stefnum að því að vaxa um 30-35% á þessu ári sem er svipað og við höfum gert síðastliðin þrjú ár. Fyrstu tvö árin var vöxturinn yfir 300% árlega þannig þetta hefur verið hröð uppbygging og í ár er áætluð velta 2,5 milljarðar króna. Núna er stefnan að fjölga starfsfólki þannig að við verðum orðin samtals 85 í lok árs. Innan þriggja ára verðum við orðin 200 ef allt gengur eftir eins og hingað til.