Vöru- og þjónustuskipti Bretlands við útlönd voru neikvæð um 32,7 milljarða punda á síðust þremur ársfjórðungum síðasta árs, en það nemur 5.750 milljörðum króna. Þessi upphæð nemur 7% af vergri landsframleiðslu sama tímabils.

Fyrir allt síðasta ár var vöru- og þjónustuhallinn 96,2 milljarðar punda, eða 5,2% af vergri landsframleiðslu. Bæði tölurnar fyrir síðustu þrjá mánuðina og árið í heild eru þær hæstu síðan mælingar hófust árið 1948.

Hagvöxtur var 0,6% á fjórða ársfjórðungi. Búist var við hagvexti sem næmi 0,5% og var hagvöxtur því eilítið yfir áætlunum. Fyrir allt árið var hagvöxtur í Bretlandi 2,3%, en spáð hafði verið 2,2% hagvexti.