Það sem af er ári nemur viðskiptahalli, að gömlu bönkunum frátöldum, tæplega 30 milljörðum króna, eða sem nemur u.þ.b. 1,8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu (VLF) ársins. Í Morgunkornum Greiningar Íslandsbanka segir að í því sambandi megi geta þess að í nýjustu hagspá sinni geri Seðlabankinn ráð fyrir að afgangur af viðskiptajöfnuði, mældur með þessum hætti, nemi 0,8% af VLF á yfirstandandi ári. Sú spá gæti þó hæglega ræst, enda er talsvert flökt í tölunum auk þess sem þær breytast á stundum verulega við endurskoðun. Í því sambandi má raunar benda á að skekkjuliður greiðslujafnaðar fyrir 2. ársjórðungs er 220 ma.kr. í tölum bankans, og því töluverð óvissa um hversu nærri lagi tölurnar eru.