Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði mjög mikið í nóvember og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Það var einkum aukin sala á olíu sem olli því að útflutningur jókt og fjárlagahallinn minnkaði þar með.

Viðskiptahallinn lækkaði um 12,9% í nóvember en var engu að síður 34 milljarðar dala. Innflutningur minnkaði um 1,4% frá því í október og útflutningur jókst um 0,9%.

Auk þess sem útflutningur á olíu jókst, jókst einnig sala á flugvélum og öðrum vélum.

BBC greindi frá.