Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 31,8 milljarða á öðrum ársfjórðung, samanborið við 12,3 milljarða fjórðunginn á undan. Þetta er því níundi árshlutinn í röð þar sem að viðskiptajöfnuður er hagstæður. Þetta kemur fram í frétt frá Seðlabanka Íslands.

Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 38,5 milljarða.

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu rúmum 4.070 milljörðum í lok ársfjórðungsins og erlendar skuldir námu 4.094 milljörðum.

Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 24 milljarða - eða því sem nam 1,1% af vergri landsframleiðslu.

Nettóskuldir lækkuðu um 40 milljarða - eða sem nam 1,8% af VLF á milli ársfjórðunga.