Á heildina litið eru bandarískir viðskiptablaðamenn varfærnir í svörum þegar þeir eru spurðir um horfurnar í efnahags­ og fjármálalífi vestan hafs næstu 12 mánuði. Nær helmingur þeirra (46,1%) telur að ástandið muni lítið breytast í efnahagslífi Bandaríkjanna næsta árið, en liðlega þriðjungur (35,8%) telur horfurnar neikvæðar. Það voru aðeins tæp 18% svarenda, sem töldu að ástandið myndi skána.

Þessar tölur eru meira áhyggjuefni en virðast kann við fyrstu sýn. Þeir sem telja að ástandið muni hvorki skána né versna telja með öðrum orðum að heimskreppan (sem fáir þora að nefna svo) sé enn ekki í rénun. Eins og ástandið er í bandarísku efnahagslífi lýsir það svartsýni, þó tempruð sé.