Um áramótin verður starfsemi Viðskiptaráðs Íslands, auk allra millilandaráða sem starfa innan vébanda ráðsins, flutt yfir í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.

Fram kemur á vef Viðskiptaráðs að flutningur starfseminnar muni skapa faglegan ávinning fyrir ráðið í gegnum aukið návígi við önnur hagsmunasamtök atvinnulífsins. Þá sé nýtt húsnæði jafnframt hagkvæmara í rekstri og betur sniðið að núverandi starfsemi.

Í grundvallaratriðum mun starfsemi Viðskiptaráðs haldast óbreytt og verður hægt að nálgast alla beina þjónustu með sama hætti og verið hefur. Skrifstofur ráðsins verða lokaðar 29. og 30. desember vegna flutninganna.