*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 12. júní 2019 13:32

Viðskiptaráð gagnrýnir fjármálastefnuna

Viðskiptaráð telur mikilvægt að hið opinbera hjálpi við viðsnúning efnahagslífsins og vinni með annarri hagstjórn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um breytingar á fjármálastefnu. Frá þessu er greint á vef Viðskiptaráðs.

„Nýlega skilaði Viðskiptaráð inn umsögn um fjármálaáætlun og á hún að miklu leyti hér við þar sem breytingar sem gerðar verða á fjármálaáætlun í ljósi nýrra forsenda munu byggjast á uppfærðri fjármálastefnu," segir á vef Viðskiptaráðs.

Almennt eru nokkur atriði sem Viðskiptaráð vill nú vekja sérstaka athygli á:

- Mikilvægt að hið opinbera hjálpi við viðsnúning efnahagslífsins og vinni með annarri hagstjórn
- Lækkun banka- og tekjuskatts og innviðauppbygging í forgang
- Skýtur skökku við að fjármálastefnan nái eitt og hálft ár aftur í tímann
- Hver á óvissusvigrúmið og hvaðan kemur það?
- Fjármálastefnan byggist á bjartsýnustu spánni
- Ítrekum sérstaklega að taka þurfi framkvæmd og lög um opinber fjármál til endurskoðunar

Umsögnina í heild sinni má lesa hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is