Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ, sem birtist í gær - er tekið fram að engar vísbendingar séu um að afnám vörugjalda á byggingarvara hafi skilað sér til neytenda. Gerir Viðskiptaráð þrjár alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð og ályktanir eftirlitsins.

Í fyrsta lagi, þá hafi ASÍ notað við ranga undirvísitölu til að áætla um verðbreytingar á byggingarvörum til neytenda. ASÍ notast við undirvísitöluna „efni til viðhalds“ í vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands til að álykta um verðbreytingar. „Sú undirvísitala áætlar hins vegar efnisverð til verktaka – ekki neytenda. Undirvísitalan byggir á efniskostnaði í byggingarvísitölu Hagstofunnar sem áætlar kostnað verktaka við að byggja fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu“ segir í tilkynningu frá VÍ.

Í öðru lagi, þá nefnir VÍ að veigamiklir vöruflokkar í vísitölunni sem ASÍ studdust við, báru engin vörugjöld áður - og taki ASÍ ekki tillit til þess.

Í þriðja lagi, tekur Viðskiptaráð fram að þetta sé í þriðja sinn á tveimur árum sem að að ráðið geri athugasemd við vinnubrögð verðlagseftirlit ASÍ. Í fyrri tvö skiptin varðandi áhrif skattalækkana á raftæki og byggingarvörur.

Að lokum kemur fram að: „Viðskiptaráð lýsir yfir vonbrigðum með að verðlagseftirlit ASÍ kjósi að leiða hjá sér athugasemdir ráðsins og haldi þess í stað uppteknum hætti. Slíkt gerir neytendum erfitt fyrir að átta sig á verðbreytingum á helstu neysluvörum og áhrifum lægri neysluskatta á íslensk heimili.“