Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins munu standa fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 18. september kl. 08:30-10:00 undir yfirskriftinni „Er aðhaldinu lokið? Framvinda og horfur í rekstri hins opinbera.“

Á fundinum verður fjallað um stöðu ríkisreksturs, framvindu tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar og helstu viðfangsefni í ríkisfjármálum á komandi misserum.

Ræðumenn verða Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður hagræðingarhópsins.

Að ræðum loknum munu fara fram pallborðsumræður þar sem Ásmundur Einar Daðason, Elín Björg Jónsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Þorsteinn Víglundsson munu sitja fyrir svörum. Fundarstjórn verður í höndum Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands.

Aðgangseyrir er 2.900 kr. og verður boðið upp á morgunverð. Skráning fer fram á vefsíðu Viðskiptaráðs .