Viðskiptaráð Íslands hefur birt svar við pistil Stefáns Ólafssonar þar sem hann skrifar um tillögur ráðsins um að fækka ríkisstofnunum. Viðskiptaráð segir að í pistli Stefáns megi finna margar rangfærslur og illar ígrundaðar upphrópanir.

Viðskiptaráð segir einnig að Stefán hafi áður birt ýmis skrif um ráðið en að ekki hafi verið tilefni til að svara þeim, þar sem þau eru sjaldnast málefnaleg og lítið hafi verið fjallað um þau á öðrum vettvangi. Þar sem ákveðin efnisatriði í pistli Stefáns hafi ratað víðar þá telji ráðið rétt að koma á framfæri athugasemdum við skrif Stefáns.

Blandar saman tveimur ólíkum mælikvörðum

Viðskiptaráð segir að Stefán blandi saman tveimur ólíkum mælikvörðum.

„Í pistil sínum segir Stefán Viðskiptaráð „falla á prófinu í barnslegum ákafa sínum“ vegna fullyrðinga ráðsins um að hlutfallslegur kostnaður örríkja af rekstri stofnanakerfis sé hærri en fjölmennari ríkja. Máli sínu til stuðnings bendir Stefán á að útgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu séu lægri hér en í ýmsum fjölmennari löndum. Þetta er eins nálægt rökstuðningi og Stefán kemst í pistli sínum. Þarna er engu að síður – viljandi eða óviljandi – verið að blanda saman tveimur ólíkum mælikvörðum. Heildarútgjöld hins opinbera segja ekkert um hve hátt hlutfall útgjaldanna fer í rekstur stofnanakerfisins. Skoðunin fjallar ekki um hvert heildarumfang opinberrar þjónustu eigi að vera, heldur hvernig einfalda megi stofnakerfið til að nýta fjármagn betur og bæta þjónustu.“

Fækkun sérhæfðra starfa

Viðskiptaráð segir að Stefán fullyrði að sameining stofnana muni þýða gríðarlega fækkun sérhæfðra starfa. Viðskiptaráðs segir að þvert á móti muni sameining stofnana leiða til þess að hlutfallslega minna fjármagn fari til stoðþjónustu, þ.e. ósérhæfða starfsemi og meira fjármagn muni fara til kjarnaþjónustu, þ.e. sérhæfða þjónustu.Þar með ætti sérhæfðum stöfum ekki að fækka, heldur fjölga við sameiningu stofnanna.

Menningardrasl

„Að lokum segir Stefán Viðskiptaráð „vilja skera lýðræðið við trog” , líta á opinber söfn sem „menningardrasl“ og að ráðið vilji „helst engar barnabætur“. Í öllum tilfellum er um að ræða innstæðulausar upphrópanir sem endurspegla á engan máta afstöðu eða stefnu ráðsins. Að mati undirritaðs er ámælisvert að Stefán birti uppspuna af þessu tagi í skrifum sínum.“

Viðskiptaráð segir að þessar athugsemir séu ekki tæmandi, en erfitt sé að sjá hvernir Stefán misskilji efni skoðunar ráðsins.